Reykjavík, 26. október 2017

Ágætu kennarar,

Gamla Moodle tekið niður
Gamla Moodle Reykjavíkurborgar sem er á slóðinni netnam.reykjavik.is verður tekið niður þann 3. nóvember n.k.

Eftir það verða áfangavefir ekki aðgengilegir kennurum.

Ef enn er efni eða áfangar í gamla Moodle sem óskað er eftir að varðveita, fá afrit af eða flytja yfir í nýja Moodle, vinsamlegast látið vita með með því að senda tölvupóst á moodle@reykjavik.is eigi síðar en miðvikudaginn 1. nóvember.

Ný slóð Moodle
Slóð Moodle hefur verið breytt í moodle17-18.reykjavik.is. Gamla slóðin moodle16.reykjavik.is leiðir notandann sjálfkrafa á nýju slóðina. Breytt slóð hefur engin áhrif á efni og áfanga.

Með kveðju,

f.h. Moodle-teymis Reykjavíkurborgar
Kristbjörg Olsen